Stofnsamþykktir / lög fyrir Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum
1. grein
Nafn hópsins
Nafn samtakanna er Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum. Samtökin og eru til heimilis að Mjósundi 10, 220 Hafnarfirði. Samtökin voru stofnuð 1.mai 2008.
2. grein
Markmið
Markmið samtakana er að berjast gegn birtingu ólöglegra áfengisauglýsinga og bættu auglýsingasiðferði með sérstakir áherslu á vernd barna og unglinga
3. grein
Réttur á aðild
Rétt á aðild að samtökunum eiga foreldrar, forráðmenn barna- og unglinga sem og aðrir þeir sem láta sig velferð barna og unglinga varða.
4. grein
Félagsgjöld
Árgjald félagsmanna er frjálst
5.grein
Aðalfundur
Aðalfundur samtakanna skal haldinn árlega að vori til. Allir skuldlausir félagar eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðarétt. Fundurinn skal boðaður félögum skriflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst sjö daga fyrirvara. Að öðru leiti gilda almenn fundarsköp.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
Setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar.
Breytingar á félagssamþykktum / lögum.
Kosning formanns, kosning annarra stjórnarmanna, kosning í nefndir /starfshópa.
Ákvörðun um félagsgjöld.
Fræðsluerindi.
Önnur mál.
Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum, þó þarf a.m.k. 2/3 atkvæða til breytinga á
Samþykktum / lögum samtakanna . Komi fram tillaga um að leggja samtökin niður þarf samþykki a.m.k. 2/3 hluta atkvæðisbærra félaga. Halda skal gerðarbók um aðalfundinn og skrá allar samþykktir og ákvarðanir. Málefni sem óskast tekin fyrir á aðalfundi
skulu berast stjórn samtakanna að a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund.Ef til slita samtakanna kemur þá skulu eigur þess renna til skyldra velferðarsamtaka eða félags.
6. grein
Breytingar á samþykktum / lögum
Samþykktum / lögum samtakanna verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillaga til breytingar skal berast stjórn með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Ef tillaga til breytingar verður tekin til meðferðar á aðalfundi og skal þess getið í fundarboði og gerð grein fyrir tillögunni þar.
7. grein
Stjórn samtakanna
Stjórn samtakanna skipa 5 félagar og tveir til vara kosnir á aðalfundi. Formaður skal
kosinn sérstaklega. Í stjórn eru auk formanns, ritari sem jafnframt er varaformaður og þrír
meðstjórnendur. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára og skulu ganga úr stjórn á víxl.
Varamenn skulu kosnir til eins árs.
8. grein
Gildistími
Stofnsamþykkt / lög þessi öðlast gildi á stofnfundi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þann 1. maí 2008.
fimmtudagur, 8. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)